Sunday, May 27, 2018

50 shades of green

Þegar ég var krakki var ég strákastelpa í húð og hár. Frá sjö ára aldri var ég stuttklipp og leit mikið upp til eldri frænda minna sem ég umgekkts mikið. Á þeim tíma var bleikur eitthvað sem allir tengdu við prinsessur og viðkvæm blóm, en það var svo fjarri mínum raunveruleika. Ég þoldi ekki að vera í bleiku og forðaðist allt í þeim lit. Tjah... fyrir utan nammi.

Síðar tók við annar litur, grænn. Vinkonur mínar gerðu (og gera enn) óspart grín af mér útaf þessum hatri mínum á grænum. Það var engin sérstök útskýring á því ég bara þoldi ekki litinn.

Ég á sögu af því þegar einn daginn mætti mamma mín í vinnuna til mín þar sem ég vann í Zöru, hún kaffibrún og sæl nýkomin frá Barcelona og var komin til þess að færa mér gjöf.
      Það sem ég dró uppúr pokanum virtist vera mín versta martröð. En það var krúttlegur skærgrænn bolur sem stóð með stórum stöfum á í bleiku letri „BARCELONA“.

     Hér verður ekki greint frá viðbröðgunum mínum en eftir þetta hefur mömmu minni aldrei aftur dottið það í hug að velja flík af handahófi handa mér.

Sem er frekar fyndið því í dag er íbúðin mín mest megnis græn og svefnherbergið er í fallegum föl bleikum ballerínu lit.

En að vera innan um græna veggi er unaður. Það er svo róandi því að grænn er frískur og náttúrulegur litur. Hann er sérstaklega góður fyrir námsmenn því hann er talinn hjálpa fólki við að muna og að auki gefur hann okkur öryggiskennd.

Þar sem ég hef þegar heiðrað bleika litinn með því að flagga honum á blogginu ætla ég að tileinka þessum pósti grænum.












































































Með kveðju

Arís á grænum kosti.





No comments:

Post a Comment