Thursday, June 7, 2018

Smart sólarsellur

Hér er viðfangsefni sem mig hefur lengi langað til þess að blogga um. Sólarsellur!

Af hverju eru ekki fleiri með þær?
Er það útaf útliti þeirra?
Af hverju hafa ekki fleiri hönnuðir tekið þetta viðfangsefni að sér?

Mig grunar um að mörgum langi í slíkar en hafi enga löngun til þess að hafa risastórar svartar plötur plantaðar á þakinu þeirra.

Á fyrirlestrinum DesignTalks á HönnunarMars síðastliðnum komu margir hönnuðir fram með  áhugaverð viðfangsefni. En þessi kona vakti mestan áhuga hjá mér.



Marjan Van Aubel er uppfinningakona og solarhönnuður. Hér á meðfylgjandi mynd stendur hún við hliðina á verki sem hún gerði í samstarfi við Swarovski og Design Miami. Verkið heitir Cyanometer. Það saman stendur af kristalli og sólarsellum. Kristallinn er skorinn á þann hátt að ljósið beinist beint að sólarsellunum. Þannig verða afköst sólarsellanna meiri.
Þetta verk vann Design of the future 2017.
Hversu nett pía?


En hér er hús sem staðsett er í London, þar er verk unnið af henni sem kallast 7 Current Windows.
Ef þú átt leið þar um er þér velkomið að fara inn og hlaða símann þinn.
Þessir fallegu gluggar sem minna helst á steind gler framleiða rafmagn úr sólarljósi sem nýtist innandyra.

Þetta er góð lausn fyrir þá sem heillast að sólarsellu notkun en vilja hafa fagurfræði að leiðarljósi.











Ásamt henni og fleiri hönnuðum hefur Tesla bæst í hópinn þar sem fyrirtækið framleiðir nú falleg sólarselluþök. Sjáið hér.

Ég vona innilega að þetta verði framtíðin.

Hafið það gott í dag.

Kveðja Arís.

No comments:

Post a Comment