Sunday, May 27, 2018

50 shades of green

Þegar ég var krakki var ég strákastelpa í húð og hár. Frá sjö ára aldri var ég stuttklipp og leit mikið upp til eldri frænda minna sem ég umgekkts mikið. Á þeim tíma var bleikur eitthvað sem allir tengdu við prinsessur og viðkvæm blóm, en það var svo fjarri mínum raunveruleika. Ég þoldi ekki að vera í bleiku og forðaðist allt í þeim lit. Tjah... fyrir utan nammi.

Síðar tók við annar litur, grænn. Vinkonur mínar gerðu (og gera enn) óspart grín af mér útaf þessum hatri mínum á grænum. Það var engin sérstök útskýring á því ég bara þoldi ekki litinn.

Ég á sögu af því þegar einn daginn mætti mamma mín í vinnuna til mín þar sem ég vann í Zöru, hún kaffibrún og sæl nýkomin frá Barcelona og var komin til þess að færa mér gjöf.
      Það sem ég dró uppúr pokanum virtist vera mín versta martröð. En það var krúttlegur skærgrænn bolur sem stóð með stórum stöfum á í bleiku letri „BARCELONA“.

     Hér verður ekki greint frá viðbröðgunum mínum en eftir þetta hefur mömmu minni aldrei aftur dottið það í hug að velja flík af handahófi handa mér.

Sem er frekar fyndið því í dag er íbúðin mín mest megnis græn og svefnherbergið er í fallegum föl bleikum ballerínu lit.

En að vera innan um græna veggi er unaður. Það er svo róandi því að grænn er frískur og náttúrulegur litur. Hann er sérstaklega góður fyrir námsmenn því hann er talinn hjálpa fólki við að muna og að auki gefur hann okkur öryggiskennd.

Þar sem ég hef þegar heiðrað bleika litinn með því að flagga honum á blogginu ætla ég að tileinka þessum pósti grænum.












































































Með kveðju

Arís á grænum kosti.





Tuesday, May 22, 2018

Opin eldhús

Nýlega hefur verið áberandi hér heima og í Skandinavíu að eldhúsið er að mestu falið á bakvið innréttinguna sjálfa. Þar er markmiðið að sýna sem minnst af tækjum og tólum til þess að minimalsiminn fái meira vægi.

Hér fær sú hugmynd að víkja fyrir því að sýna hlutina. Keramik stell, skurðbretti og þurrmeti fá að njóta sín í opnu eldhúsi. Þetta skapar stemningu og gefur eldhúsinu persónulegann fíling.

Sjálf hef ég verið hrifin af lokuðum eldhúsum en er farin meir og meir að hallast að þessum stíl. Það er áhugavert að sjá mismunandi áferðir og form.




























- Arís Eva

Wednesday, May 16, 2018

Róandi svefnherbergi

Í svona gráu rigningarveðri langar manni fátt annað en að hrjúfra sig saman undir sæng með góðann tebolla og Netflix bincha. En fyrir mér er raunveruleikinn sá að ég er að fara að vinna. Því langaði mig að henda inn nokkrum fallegum myndum af svefnherbergjum sem ég læt mig aðeins dreyma um vera í þessa stundina.

Herbergin eiga það sameiginlegt að vera í róandi litum með húsgögnum úr náttúrulegum efnivið þar sem lítið er um glamúr og munstur.


























Hafið það notalegt í dag. 

Kveðja Arís.



Thursday, May 3, 2018

Ljós í stofuna

Eitthvað sem ég er alltaf að læra betur og betur er hversu mikilvæg ljós eru. Hvaða stærð á krónu, litur og styrkur á perum og svo framvegis.

Við gerðum þau mistök að klippa snúruna á ljósinu inní stofu eins langt og við komumst upp með þegar við vorum að koma okkur fyrir á Mánagötunni. En ég sé það núna að það hefði verið mun betra að hafa snúruna lengri og hengja hana fyrir ofan stofuborðið eða að hafa loftljós.

Önnur mistökin eru ljósaperan. Ég keypti hvíta sparperu frá Ikea sem er alls ekki hlýleg. Við erum með græna veggi með gráum tón svo þetta ljós ýtir ekki undir hlýju í stofunni. Það er nógu hvítt ljósið úti og persónulega vil ég hafa aðeins hlýjara andrúmsloft inni við.

Nýlega kynntist ég peru með þrem stillingum frá Philips, hún er snilld (finnið hana hér).
Ég er með eina inní eldhúsi sem ég get stillt á þrjá vegu og þegar ég kveikji næst þá man hún á hvaða stillingu ég hafði á seinast. Gjörsamlega luuuving it.




Það er rósetta í loftinu sem að við tímum ekki að taka niður svo ég fór að leita að hugmyndum fyrir nýja ljósakrónu. Hér eru nokkrar af Pinterest sem heilla þó að það sé ekki hægt að segja það sama um verðið á þeim.



Með smá þolinmæði að vopni væri auðvelt að búa margt af þessu til...



Þessi ljós sem koma hér fyrir neðan eru aaaðeins fyrir utan budgetið en maður má láta sig dreyma.


Flest af þessum ljósum fást ekki á Íslandi, ég fann þessi og þau fást í Lumex. Þau heita Aim og eru frá Flos. Fást hér.



AY Illuminate eru svo sjúk. En þau ekki fyrir alla, þar á meðal unnusta minn... *sigh*



Fann þetta í gegnum þetta djúsí blogg --- > Sight Unseen



Parachute eftir Nathan Yong


Vertigo eftir Constance Guisset
Fæst í fleiri litum, hægt að sjá á TwentyTwentyOne




Rétt eins og ég fíla kaffið mitt þá eru þau flest svört og sykurlaus. 
Ætli ég endi ekki með að búa eitthvað til eða skoða mig betur um hér heima, samt eiginlega ekki að tíma því útaf kostnaðnum og ef maður á ekki fyrir því endar maður yfirleitt ...you guessed it, í Ikea. Sem er ekkert slæmt þeir eru góðir í að gera fallega og vandaða hönnun miðað við verð. En ég mun setja inn færlsu þegar við höfum fundið útúr því.


Góða helgi!

- Arís Eva

Btw. þá er pinterestið mitt stútfullt af góðu gumsi fyrir þá sem hafa áhuga á hönnun. Ég er mjög dugleg þar inná svo það er nóg að skoða.

https://www.pinterest.com/ariseva/