Thursday, May 3, 2018

Ljós í stofuna

Eitthvað sem ég er alltaf að læra betur og betur er hversu mikilvæg ljós eru. Hvaða stærð á krónu, litur og styrkur á perum og svo framvegis.

Við gerðum þau mistök að klippa snúruna á ljósinu inní stofu eins langt og við komumst upp með þegar við vorum að koma okkur fyrir á Mánagötunni. En ég sé það núna að það hefði verið mun betra að hafa snúruna lengri og hengja hana fyrir ofan stofuborðið eða að hafa loftljós.

Önnur mistökin eru ljósaperan. Ég keypti hvíta sparperu frá Ikea sem er alls ekki hlýleg. Við erum með græna veggi með gráum tón svo þetta ljós ýtir ekki undir hlýju í stofunni. Það er nógu hvítt ljósið úti og persónulega vil ég hafa aðeins hlýjara andrúmsloft inni við.

Nýlega kynntist ég peru með þrem stillingum frá Philips, hún er snilld (finnið hana hér).
Ég er með eina inní eldhúsi sem ég get stillt á þrjá vegu og þegar ég kveikji næst þá man hún á hvaða stillingu ég hafði á seinast. Gjörsamlega luuuving it.




Það er rósetta í loftinu sem að við tímum ekki að taka niður svo ég fór að leita að hugmyndum fyrir nýja ljósakrónu. Hér eru nokkrar af Pinterest sem heilla þó að það sé ekki hægt að segja það sama um verðið á þeim.



Með smá þolinmæði að vopni væri auðvelt að búa margt af þessu til...



Þessi ljós sem koma hér fyrir neðan eru aaaðeins fyrir utan budgetið en maður má láta sig dreyma.


Flest af þessum ljósum fást ekki á Íslandi, ég fann þessi og þau fást í Lumex. Þau heita Aim og eru frá Flos. Fást hér.



AY Illuminate eru svo sjúk. En þau ekki fyrir alla, þar á meðal unnusta minn... *sigh*



Fann þetta í gegnum þetta djúsí blogg --- > Sight Unseen



Parachute eftir Nathan Yong


Vertigo eftir Constance Guisset
Fæst í fleiri litum, hægt að sjá á TwentyTwentyOne




Rétt eins og ég fíla kaffið mitt þá eru þau flest svört og sykurlaus. 
Ætli ég endi ekki með að búa eitthvað til eða skoða mig betur um hér heima, samt eiginlega ekki að tíma því útaf kostnaðnum og ef maður á ekki fyrir því endar maður yfirleitt ...you guessed it, í Ikea. Sem er ekkert slæmt þeir eru góðir í að gera fallega og vandaða hönnun miðað við verð. En ég mun setja inn færlsu þegar við höfum fundið útúr því.


Góða helgi!

- Arís Eva

Btw. þá er pinterestið mitt stútfullt af góðu gumsi fyrir þá sem hafa áhuga á hönnun. Ég er mjög dugleg þar inná svo það er nóg að skoða.

https://www.pinterest.com/ariseva/





No comments:

Post a Comment