Tuesday, October 2, 2018

Haustlegur sjarmi

Þegar ég keyri Reykjanesbrautina fæ ég allann skalann af litadýrðinni sem fylgir haustinu.
Grasið er orðið gulleitt og laufin rauð. Þetta samspil er grípandi.

Innblásturinn af myndasafninu hér fyrir neðan er frá þessum litum sem fylgja þessari árstíð. Þetta eru falleg rými sem ná að fanga rónna sem einkennir haustið.

Rýmin einkennast af hreinum línum og litlu skrauti. Hrá og gróf efni í bland við sléttar áferðir gera þau áhugaverð. Þau eru björt og njóta sín í náttúrulegu ljósi. Viðarlitir og mjúk form gera mikið fyrir hlýjuna.








































- Arís

Monday, September 24, 2018

10 falleg herbergi

Sæl öllsömul! Ég vona að helgin ykkar hafi verð góð þó svo að kuldinn sé aðeins farinn að bíta í kinnarnar á okkur. En það er pínu kósý er það ekki? Haustið svíkur engann því maður hefur engar væntingar til veðurs á þessari árstíð.

Hér eru tíu falleg rými af öllum gerðum til þess að lífga uppá þennann stormasama dag og mig langar til þess að nota tækifærið og þakka þeim sem eru að fylgjast með blogginu og hafa gaman að þessu með mér.






























Arís Eva.

Saturday, September 8, 2018

Hvers vegna list?


Hefur þú einhvern tímann komið inn á heimili einhvers sem þú varst að kynnast og uppgötvað eitthvað sem gaf þér dýpri skilning á einstaklingnum?

Einu sinni gekk ég inn í herbergi manns. Á hurðinni var límd mynd af egypskum guðum og þegar inn var komið blasti við súrealísk sjón. Tilviljunarkennd reiða í óreiðu. Allir hlutir voru raðaðir í stafla líkt og litlar vörður um gólfið. Það þurfti ekki meira til þess að ég sá að einstaklingurinn sem þar bjó var andlega veikur. Stuttu síðar var hann lagður inn á Klepp.

Þótt það hafi jafnvel aldrei hvarflað að þér þá lesum við rými og tengjum það einstaklingunum sem þar búa. Ekki aðeins tökum við eftir hvernig gengið er um, heldur hvaða litir eru ráðandi, hvernig húsgögn hafa ratað þar inn og þar fram eftir götunum. Það eru einkenni lifnaðarhátta.


Til gamans gert get ég tekið dæmi um tvær af mínum bestu vinkonum:

-Sú fyrri er með skipulagið á hreinu með allt í boxum merkt nafni og dagsetningum. Hún er hreinlát með tilfinningaleg tengsl við hlutina sína og hefur litríkan persónuleika. Þess vegna velur hún sér litríkt skipulagsdót, býr alltaf um rúmið sitt og heldur mikið uppá nýðþunga gamla bláa kommóðu sem hún hefur flutt með sér 11 sinnum upp margar hæðir.

-Sú seinni hallast að dekkri hliðum lífsins og gengur um eins og hvirfilbylur. Veggirnir sýna myndir af ógnvekjandi hlutum eins og mynd af naktri konu að gefa haf brjóst er hafurinn er með reist hold. Hún safnar trúarlegum höfuðstyttum og rúmið er ýmist óumbúið eða búið að vera rúmfatalaust í mánuð. Hún lýsir sínu skipulagi sjálf sem skipulagðri óreiðu (rétt eins og sálarlífið hennar).

Eins kaldhæðið og það er þá bjuggu þessar tvær saman um tíma.


En það sem greinir heimili mest að er list. List er gríðarleg mikilvæg. Maðurinn væri ekki eins án hennar því hún er ein af þeim grunnþáttum sem greinir okkur að frá öðrum dýrategundum.

Hún er það sem setur punktinn yfir i-ið í hverri innanhúshönnun og vekur upp tilfinningar í kjölfars spurninga. Við notum hana sem tilfinningalegt verkfæri. Á stofnunum og fyrirtækjum til dæmis er list notuð inná spítulunum sem róar á meðan heilsuræktarstöðvar nota list sem örvar. Rétt eins og tónlist hafa sjónrænar listir tak á tilfinningum okkar.

Þess vegna er list mikilvæg inná heimilum. Sú list sem mætir þér þegar þú gengur inn um dyrnar heima hjá þér gegnir því hlutverki að taka á móti þér. Hún hefur bæði áhrif á heilsu þína og þitt félagslega umhverfi. Hún sýnir hverju þú heillast að og hvað gleður þig. Það gefur því augaleið að aðrir skilja þig betur fyrir vikið og jafnvel þú sjálf/ur í gegnum listina sem þú velur því hún berskjaldar þig.


Þegar er valið verk inná heimili hefur alvöru list alltaf meira vægi yfir fjöldaframleidda. Hún er persónulegri með meiri gæði og að sama skapi ertu að styrkja listamanninn sem þú kaupir af. Bein tengsl við listamanninn er svo miklu þýðingarmeira en að kaupa sér verk úr Ikea.

Ég veit að list getur verið dýr en það er góð ástæða fyrir því. Að þróa list sína spannar yfir langt tímabil og það krefst gífulegrar æfingar. Auk þess er ekki einfalt að feta þann veg að verða fær listamaður: það er bæði kostnaðarsamt og félagslega einangrandi á törnum.
En góðu fréttirnar eru að margir listamenn bjóða upp á raðgreiðslur.

Alvöru list borin við fjöldaframleidda list er einfaldlega eins og að bera saman gerviblóm við lifandi plöntur. Svo er það bara svo yljandi að vita að á bakvið verkið liggur manneskja en ekki vél.

































Arís Eva.

Sunday, August 12, 2018

INSPO || Tíu trylltar eldhúsinnréttingar

Ég er alltaf með eitthvað á heilanum. Glæsilegar eldhúsinnréttingar hafa nú tekið sér fótfestu á netrúntinum hjá mér. Stór yfirborð með burstaðri stálklæðningu, einstakri viðarnotkun og jarðtónum heilla mig upp úr skónum þessa dagana. Svo ekki sé minnst á marmarann.































. Arís .

Sunday, July 29, 2018

DIY: Abstrakt listaverk

Nú þegar íbúðin okkar er að mestu komin til þá eru nokkrar myndir sem við eigum eftir að hengja upp. Mig hefur lengi langað í abstrakt verk en sé ekki fram á að geta borgað slíkt þessa stundina.
Þess vegna ákvað ég að gera mitt eigið listaverk og langar til þess að sýna ykkur einföld skref til þess að búa til ykkar eigin myndir. Það góða við abstrakt verk er að þú þarft ekki að vera hæfileikaríkur teiknari til þess að gera það sjálf/ur.

Það eina sem ég myndi ráðleggja við að leggja að mestan pening í er pappírinn sem þú ákveður að nota. Því meiri gæði því fallegri áferð er á honum. Það er líka betra að mála á þykkann pappír uppá að hann flagni ekki eða rifni.

Málningin þarf ekki að vera dýr, persónulega notaði ég gouache málningu sem er mikið notað fyrir krakka því það er auðvelt að þrífa hana af yfirborðum og úr fötum. Verkið þarf annar ekki að vera gert með málningu, þú getur notað tússpenna, úrklippur eða hvað sem þér hugnast.

Finndu þér síðan eitthvað til innblásturs fyrir litaval og form. Persónulega notaði ég litina úr stofunni hjá mér og skoðaði trilljón listaverk á pinterest.


Æfðu þig með því að gera nokkrar skyssur á blað. Gerðu síðan margar myndir svo þú getur valið þær bestu úr. Það er ólíklegt að þú verðir ánægð/ur með fyrstu tilraunirnar og því þarf smá þolinmæði en vinnan er vel þess virði!


Þessari áferð náði ég með því að blanda þykkri lausn af svartri vatnsmálningu. Síðan dýfði ég breiðum grönnum pennsli ofan í hana og stakk honum síðan létt ofan í dökkgrænan og dökkbláan vatnslit sem ég var með til hliðar. Síðan gerði ég bara eitthvað hálfkæruleysislegt á níu blöð.


Málningin fékk aðeins að þorna (en ekki til fulls) þegar ég tók sama pensil og stakk ofan í hvíta gouache málningu og gerði nokkrar strokur yfir. Ég passaði að hafa ekki of mikið á penslinum svo það kæmu ekki stórar hvítar klessur.

En þegar þú ert komin með þær myndir sem þér lýst best á skaltu finna ramma. Sjálf notaði ég ramma sem ég átti fyrir.
Ef myndin er of stór fyrir rammann skaltu leggja glerið yfir myndina til þess að ákvarða hvar þarf að klippa af. Passaðu að skærin sem þú notar séu löng með gott bit, of stutt eða eydd skæri geta gefið af sér ljót för í skurðinn.




Mundu eftir að þrífa glerið báðu megin áður en þú rammar inn myndina.





Eftir þrjú kvöld af málningarstússi kom ég sjálfri mér á óvart. Því oftar sem ég setti eitthvað niður á blað fann ég hvað hentaði og hvað ekki.

Ég hvet ykkur eindregið til þess að prufa. Það þarf ekki að vera góður í að teikna, reyndar finnst mér það vera kostur því það gefur fallegasta „messið“.

Hér eru nokkrar myndir til innblásturs

Kveðja, 
Arís Eva.