Wednesday, October 25, 2017

Gallerí veggir


Gallerí veggir eru sniðug lausn á því hvernig maður getur komið listinni sinni fyrir, sérstaklega ef safnið er stórt. Þeir geta verið eins ólíkir og við erum mörg því verkin sem við tökum að okkur eru með því persónulegra sem við veljum okkur inná heimilið. List ýtir því undir persónulegt sjónarspil heimilisins.

Það er fallegt að blanda stórum sem litlum listaverkum saman við fjölskyldu myndir og jafnvel teikningum frá börnum. Sumir kjósa einfaldleikan og hafa alla ramma eins á meðan aðrir kjósa að blanda formum þeirra saman og jafnvel hafa ber blöð og persónulega muni þar inn á milli.

Persónulega hef ég velt því mikið fyrir mér undanfarna daga hvernig ég á að koma verkunum mínum fyrir. Frá því við fluttum inn á Skógarbrautina fyrir rúmu ári síðan hefur íbúðin breyst nokkru sinnum svo mér fannst uppröðunin á veggjunum ekki lengur hæfa skipulaginu.

Eftir smá vapp á netinu lærði ég nokkur trikk.. sem ég fór að sjálfsögðu ekki eftir en vert er að nefna.

Að skipuleggja sig er númer eitt, tvö og þrjú. En það er til dæmis algjör snilld að raða myndunum fyrst á gólfið og klippa síðan út skapalón eftir stærðum og lögun þeirra og raða þeim svo uppá vegginn með því að festa þær með málaralímbandi á vegginn sem galleríið á að hengjast á.

Annað er að redda sér málbandi, það er frekar mikilvægt og þar tala ég af reynslu þar sem ég hafði ekki tök á að stökkva frá í dag til þess að næla mér í eitt slíkt.


Síðan er gott að fara í verkið með ákveðna hugmynd um hvernig þú vilt að útkoman verði. En ef þú ert nokkuð örugg/ur þá er líka gaman að gera þetta fríhendis.














No comments:

Post a Comment