Sunday, October 8, 2017

Fyrirmyndir

Jæja þá er ég loksins komin að þessu, sest við borðið, búin að opna tövuna og búin að búa til blog. Alveg undursamlegt.
En þetta er eins konar innblástursblog/bók fyrir mig til þess að halda mér við möppugerð fyrir arkitektanámið við LHÍ.
Núna var ég að setja Flóru útí vagn og kláraði eina kærkomna kornflex skál. Mig langar til þess að setja inn nokkur hús sem kveiktu á áhuga mínum á húshönnun. En ég hef alveg frá barnsaldri langað í innanhúshönnun.
Svo af hverju arkitektúr? Jú, það er góður grunnur fyrir alla hönnun. Svo hefur leiðin hingað komið mér skemmtilega á óvart hversu gaman mér finnst að skoða og teikna hús.
Farnsworth house eftir Mies van der Rohe byggt (1951).
Falling water eftir Frank Lloyd Wright (1935).
Smiðshús eftir Manfreð Vilhjálmsson 1962
Villa Schreiner eftir Sverre Fehn 1963
Hafsteinshús eftir Högnu Sigurðardóttur 1963

No comments:

Post a Comment