Thursday, July 5, 2018

Gramsað í Kompunni

Um daginn ákvað ég að stoppa við á nytjamarkaðnum Kompunni því mig langaði í persónulega smáhluti fyrir heimilið.

Mig hefur lengi langað í Stoff kertastjakana en þeir eru frekar dýrir hér heima. Stykkið af silfur og svörtum matt kostar 5.100 kr í Snúrunni og Casa, en 7.300 kr í brassi.





Í staðinn ákvað ég að finna nokkra gamla kertastjaka og stilla þeim upp.






Fimm kertastjakar kostuðu mig ca 800 kr. Sá minnsti kostaði 25 kr og sá dýrasti 250 kr.







Ég kolféll fyrir þessari styttu. Hún er gullfalleg.
Ramminn utan um er af gömlum myndaramma sem ég fann þarna líka.



Print af gömlu Renaissance verki. Þessir djúpu grænu og bláu tónar heilla mig.


Marmara stjaki á litlar 500 kr.



Ég er mjög ánægð með þessi kaup, það sést hvað er hægt að fá mikið fyrir lítið.


- Arís






No comments:

Post a Comment